Um BDSM

Hvernig skilgreinum við eitthvað sem getur verið hluti af öllu daglegu lífi fólks? Eitthvað sem flestir tengja við svipur og fjötra?
Ef við viljum skilgreina BDSM á einfaldastan hátt þá getum við sagt að BDSM snúist um valdaskipti og/eða blæti á einn eða annan hátt. Oft á erótískan hátt en það er þó ekki endilega alltaf raunin.
BDSM snýst í grunninn um samskipti milli fólks. BDSM er regnhlífahugtak sem í sinni víðustu skilgreiningu nær yfir nánast allt sem fólki getur hugnast, svo lengi sem það lýtur þremur grundvallarreglum BDSM og er öruggtmeðvitað og samþykkt.

Algengast er þó að um sé að ræða einhverskonar þörf fyrir vel afmörkuð valdaskipti, sem stundum eru undirstrikuð með fjötrum eða sársauka. Blætishneigð eða munalosti fléttast oft inn í og stundum er það eingöngu skynjunin sjálf sem fólk sækist eftir. Undir regnhlífinni eru margir ólíkir. Þeir sem eru reknir áfram af forvitni, þeir sem taka fullan þátt í lífstíl BDSM og allir þar á milli.

Á Íslandi.

BDSM á Íslandi er stuðnings­ og fræðslufélag fólks með BDSM­-hneigðir.

Félagið heldur fræðslufundi, námskeið og viðburði með reglulegu millibili. Heimasíða félagsins bdsm.is er í yfirhalningu en einnig heldur félagið úti FaceBook síðu. Viðburðir félagsins eru auglýstir á FaceBook síðu félagsins.

Auk félagsins hefur skapast félagsskapur eða sena í kringum BDSM iðkendur á Íslandi. Senan er ekki á vegum félagsins heldur er henni haldið uppi af þeim sem hafa áhuga á félagsskap við aðra BDSM-hneigða.

Fyrsta miðvikudag og þriðja mánudag hvers mánaðar, klukkan 20 eru svokölluð munch eða kaffihúsahittingur hjá þessum félagsskap í Reykjavík. Þau eru auglýst á facebook síðu félagsins. Á Akureyri eru munch haldin þriðja miðvikudag hvers mánaðar klukkan 20 og eru auglýstir á síðu hópsins inni á fetlife.com

Helsti vettvangur senunnar á netinu er á vefsíðunni FetLife. Síðan er erlend að uppruna og einskonar alþjóðlegur vettvangur. Þar getur hver sem er stofnað sér aðgang. BDSM á Íslandi er þar með hóp sem hægt er að gerast meðlimur að. Það auðveldar fólki að komast í samband við félagsskapinn og aðra með sambærilegar hneigðir og langanir, fetish eða kink hneigðir og allt þar á milli.

Texti fengin að láni hjá BDSM samtökunum með gefnu leyfi. www.bdsm.is