Stelling mánaðarins - Ágúst

Stelling mánaðarins: Snigillinn

Erfiðleikastig: 2/5

Hver segir að kynlíf á sniglahraða geti ekki verið frábært?

Sniglastellingin er fullkomin til að ná dýpri tilfinningu án þess þó að tapa af innileikanum við að að horfa á hvort annað.

Þessi stelling er frábært framhald af trúboðanum og snilld fyrir menn með minna typpi því í þessari stellingu kemst efri aðilinn dýpra inn. Neðri aðilinn setur fæturnar upp með bringu hins og uppá axlirna. Efri aðilinn getur þá notað líkamsþyngd sína til að beygja sig fram á læri neðri aðilans til að ýta þeim niður og kemst því mun dýpra inn. Hreyfingin í þessari stellingu ætti að vera hægt og rólega fram og aftur, meðan hné og hendur hreyfast samstíga. Neðri aðilinn hefur í þessari stellingu hendur frjálsar, hvort sem er til að örva sjálfan sig eða bólfélaga!

Þessa stellingu er hægt að nota bæði í leggöng og endaþarm, en það er rétt að vara við að vegna þess hversu djúpt typpið getur farið inn að eyða góðum tíma í forleik eða nota mikið af sleipiefni og auðvitað alltaf að fara varlega og hlusta vel á bólfélaga sinn.

Eins er eiginlega nauðsynlegt þar sem búið er að beygla annan aðilann saman eins og svefnsófa, að passa að stoppa reglulega til að rétta úr baki og fótum! Njótið....