9 stellingar sem "tryggja" þér fullnægingu í kynlífi.

Þú þarft ekki að vera fimleikastjarna eða kattliðug til að komast í stellingar sem auðvelda þér að fá fullnægingu í kynlífinu. Kynlífsfræðingurinn Dorian Solot útskýrir þetta mjög vel og segir: „Það, að vera í einhverjum afkáralegum „fimleika“stellingum, dregur athygli þína frá kynlífinu sjálfu. Þegar þú vilt fá fullnæginguna eru yfirleitt einföldustu stellingarnar bestar.“

1. Örninn

Af hverju er þessi klassíska stelling svona góð? „Þetta er afslöppuð staða þar sem manneskjan sem er að þyggja munnmökin getur legið og notið unaðsins,“ segir Jiz Lee sem er klámmyndaleikkona. „Með fæturnar beygðar geturðu lyft þér upp og niður eftir því sem hentar. Ég mæli með því að brjóta kodda saman undir mjaðmirnar en það gefur þeim sem veitir munnmökin meira svigrúm.“

2. Kúrekastelpa

Kynlífsfræðingurinn Susan Block mælir með því að konan sé ofan á því þá er hægt að örva snípinn án vandræða. „Frekar en að liggja á bakinu og vona að hann hitti á rétta staði ofan á þér, geturðu stjórnað hraðanum og taktinum og farið eins djúpt eða grunnt og þú vilt. Þú getur beygt þig yfir hann og kysst hann, nuddað brjóstunum í hann eða bara leyft honum að virða líkama þinn fyrir sér. Þú getur leikið við brjóstin eða hvað sem kemur ykkur til,“ segir Susan.

3. Hundastelling með plús

Farðu á hnén fyrir framan sófa og leggðu líkamann ofan á pullurnar. Þetta er svona nokkurnveginn eins og hundastellingin (doggy) en bara betri. „Þrýstu píkunni upp að sófanum eða pullu sem getur haldið titrandi vini þínum á sínum stað til að leika við þig,“ segir Trisha Borowicz, framkvæmdarstjóri Science Sex and the Ladies. „Bólfélagi þinn verður að hjálpa þér að halda öllu á sínum stað svo þú fáir örvun á snípinn.“

4. Föndurskærin

„Þið byrjið á að liggja hlið við hlið. Þú liggur á bakinu og hann á hliðinni. Svo setur þú einn fótlegginn yfir hann en hinn á milli fóta hans. Þannig verður efri fótleggur hans upp við snípinn á meðan hann er inni í þér,“ segir Trisha. „Á meðan hann ýtir sér inn og út getur þú nuddað þér upp við lærið til að fá örvun á snípinn.“

5. Upp og yfir

Trúboðastellingin verður aldrei eins aftur. „Þú liggur á bakinu og setur kodda undir mjaðmirnar, lyftir rassinum og setur fæturnar upp. Þannig kemst karlmaðurinn betur inn í þig og þið fáið meira út úr þessu. Hugsaðu þetta samt sem forleik en þú ert að undirbúa þig undir kröftuga fullnægingu. Þegar þú ert að finnur að þú ert að nálgast hápunktinn seturðu fæturnar niður og á milli fóta hans. Þannig þrýstir hann lífbeini sínu upp að snípnum á þér og þið fáið bæði mikla örvun,“ segir kynfræðingurinn Gloria Brame.

6. Niður en ekki út

Þú hefur áreiðanlega prófað að vera í hundastellingunni og þó sú stelling er góð til síns brúks, er hægt að brjóta þetta aðeins upp. „Liggðu á maganum og lyftu rassinu svolítið svo hann eigi auðvelt með að komast að þér. Þessi stelling gerir mikið fyrir ykkur bæði,“ segir Dorian Solot.

7. Lostafull fótakrækja
Það getur verið mikil brennsla tengd kynlífinu og stundum er gott að hafa nokkrar afslappaðar stellingar upp í erminni, ef svo má að orði komast. „Þú liggur á bakinu og hann liggur á hliðinni og snýr að þér. Þú sveiflar báðum fótunum upp á mjaðmir hans og læri. Hann kemst þá örugglega að þér. Ef þú ert ein af þeim sem er lengi að fá það er þessi stelling frábær. Þið getið haldið áfram lengi án þess að verða þreytt. Þú getur líka örvað snípinn á auðveldan hátt,“ segir Laura Berman höfundur bókarinnar The Passion Prescription.
8. Á toppi veraldar

Stellingar þar sem konan er ofan á eru oft góðar fyrir konur til að fá fullnægingu og það er góð ástæða fyrir því. „Þessar stellingar gefa þér tækifæri til að stjórna hraðanum og til að leika við snípinn. Þú getur líka snúið þér í 180° og þá færðu aðra nálgun á þessa stellingu. Þú getur sett fæturnar saman og lagt þá flata á rúmið á milli fóta hans. Innri örvun verður meiri bæði fyrir þig og hann og þið getið fengið mjög kröftuga fullnægingu,“ segir Gloria Brame.

9. Borð fyrir tvo

Í sumum tilfellum getur það eitt, að breyta um umhverfi, verið nóg til að hjálpa til við að fá fullnægingu. Við þessa stellingu þarftu að hafa borð. „Leggstu á borðið og hafðu rassinn við brúnina. Þú getur hvílt fætur þína á öxlum hans eða á borðbrúninni. Hann er með lausar hendur og getur notað þær til að gæla við þig,“ segir Gloria.

Heimildir: Cosmopolitan

Þýðing: Hun.is