FAQ - ALGENGAR SPURNINGAR

Hvernig skila ég vöru?

Sendu okkur póst á Kinky@kinky.is með öllum upplýsingum og við gefum þér upp heimilisfangið eða komdu í verslun okkar á Laugavegi 54.

Get ég hringt í ykkur?

Já, síminn okkar er 775 6696 og við reynum að svara honum á opnunartíma verslunar, þess fyrir utan er ekki öruggt að þú náir á okkur, en velkomið að reyna. 

 

Eruð þið bara netverslun?

Nei, við opnuðum verslun á Laugavegi 54 (fyrir neðan Svarta Kaffi) í nóvember 2021.

 

Get ég sótt til ykkar?

Já.  Þú velur að sækja í útskráningarferlinu.

Hvað þarf ég að bíða lengi?

Við förum með sendingar daglega á pósthús, þær sendingar sem fara frá okkur að morgni eru oftast komnar á pósthús viðtakanda daginn eftir á höfuðborgarsvæðinu,  því miður fer það eftir þjónustu póstsins á hverjum stað hversu lengi landsbyggðarsendingar eru á leiðinni, en venjulega eru það 2-3 dagar.

Sendið þið erlendis?

Nei því miður bjóðum við bara uppá sendingar innanlands.

Hverjar eru skilareglurnar?

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Samkvæmt verslunarlögum er þó aldrei hægt að skila nærbuxum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd með innleggsnótu og gallaðar vörur eru bættar upp með nýrri vöru eða endurgreiðslu ef varan er ekki til. 

Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.