FAQ - ALGENGAR SPURNINGAR
Hvernig skila ég vöru?
Sendu okkur póst á með öllum upplýsingum og við gefum þér upp heimilisfangið eða komdu í verslun okkar á Laugavegi 54.
Get ég hringt í ykkur?
Já, síminn okkar er 775 6696 og við reynum að svara honum á opnunartíma verslunar, þess fyrir utan er ekki öruggt að þú náir á okkur, en velkomið að reyna.
Eruð þið bara netverslun?
Já í augnablikinu erum við bara netverslun.
Get ég sótt til ykkar?
Já. Þú velur að sækja í útskráningarferlinu.
Hvað þarf ég að bíða lengi?
Við förum með sendingar daglega á pósthús, þær sendingar sem fara frá okkur að morgni eru oftast komnar á pósthús viðtakanda daginn eftir á höfuðborgarsvæðinu, því miður fer það eftir þjónustu póstsins á hverjum stað hversu lengi landsbyggðarsendingar eru á leiðinni, en venjulega eru það 2-3 dagar.
Sendið þið erlendis?
Nei því miður bjóðum við bara uppá sendingar innanlands.
Hverjar eru skilareglurnar?
Kaupandi hefur rétt til að skila vöru innan 14 daga frá því að kaupandi hefur fengið vöruna í sína vörslu.
Til að nýta rétt þinn til að skila vörunni/vörunum sem þú keyptir þarft þú að tilkynna okkur ákvörðun þína um að falla frá kaupunum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. með tölvupósti) áður en fresturinn rennur út. Einnig má notað meðfylgjandi staðlað eyðublað, en það er ekki skylda:
(fylltu út og sendu seljanda þessa yfirlýsingu ef þú óskar eftir að falla frá samningnum)
‒ | Til Netverslun K ehf Kt. 560821-1150 |
‒ | Ég/Við (*) tilkynni/tilkynnum (*) hér með að ég/við (*) óska/óskum (*) eftir að falla frá samningi mínum/okkar (*) um sölu á eftirfarandi vöru (*)/um veitingu eftirfarandi þjónustu (*) |
‒ |
(Pöntunarnúmer) sem voru mótteknar (dagsetning) |
‒ | (Nafn neytanda/neytenda) |
‒ | (Heimilisfang neytanda/neytenda) |
‒ | (Undirritun neytanda/neytenda (einungis ef þetta eyðublað er á pappírsformi)) |
‒ | (Dagsetning) |
(*) Eyðið eftir því sem við á
Vakin er athygli á því að samkvæmt 18.gr. IV. kafla laga nr. 16/2016 áskiljum við okkur að endurgreiða ekki vörur þar sem umbúðir hafa verið opnaðar/innsigli hefur verið rofið eftir afhendingu vegna hreinlætisástæðna.
Vegna hreinlætisástæðna er vörum með rofið innsigli ekki hægt að skila eða skipta.
ATH að nærbuxum og undirfatasettum sem innihalda nærbuxur eða sokkabuxur fæst hvorki skilað né skipt, enda er það í samræmi við tilmæli frá heilbrigðiseftirlitinu.
Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð vörunnar.
Skilavara sendist á eftirfarandi heimilisfang
Netverslun K Ehf
Arkarholt 15, 270 Mosfellsbæ
kinky@kinky.is
Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru hefur neytandi rétt á að fá annað hvort endurgreiðslu á sama máta og greitt var fyrir vöruna (t.d. millifærsla, eða endurgreiðsla á kreditkort) eftir því hvort kaupandi kýs heldur, innan 14 daga eftir að varan er móttekin af seljanda eða seljanda hefur borist sönnun fyrir endursendingu vörunnar, hvort sem kemur á undan.
Kaupanda ber að endursenda vöruna eða afhenda vöruna til seljanda, án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem kaupandi tilkynnir seljanda ákvörðun sína um að falla frá vörukaupunum.
Skilafrestur telst virtur ef vara er sannanlega endursend fyrir lok 14 daga tímabilsins. Leiðbeiningar vegna endursendingar vöru í gegn um Dropp: https://dropp.is/voruskil.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavini boðin ný vara í staðinn sér að kostnaðarlausu eða endurgreitt sé þess krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup.
Trúnaður (öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum seldar til þriðja aðila.
Um allar persónuupplýsingar verður farið samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.