Grundvallaratriði við hýðingar með svipu eða hvernig á hýða einhvern svo hann biðji um meira.

Í augum byrjanda getur hýðing virst einföld, og í reynd er hún ekki svo flókin í framkvæmd, en krefst samt einbeitingar og líkamlegrar áreynslu, sem og nokkurrar æfingar. Þekking á ákveðnum grundvallaratriðum getur þó aukið færnina hratt og jafnframt aukið ánægju drottnarans og undirgefna aðilans. Byrjandi ætti að æfa sig á að slá á vegg (athugið að sumar svipur skilja eftir sig merki á veggjum )eða púða með svipunni og einbeita sér að því að hitta ætíð á ákveðinn punkt.
Forðast ætti eftir fremsta megni að láta svipuendana vefjast eða “sveipast” utan um líkamann eða rúnan líkamsflöt, eins og axlir, búk, rass eða læri. Við það að endar svipunar sveipist, fá þeir mjög mikla hröðun og hinn mikli kraftur sem myndast á endunum, hefur í flestum tilfellum í för með sér óþægilega aukningu sársauka. Vandinn við það að reyna að forðast að endar svipunnar sveipist, er oft á tíðum sá, að maður á erfitt með að sjá endana þar sem þeir sveiflast á of mikilli ferð. Stundum þarf maður að reyna að giska á eða áætla hvar á líkamanum endar svipunar lendaog á þetta sérstaklega við þegar lýsing er dauf. Annað atriði er að sumir eiga það til að tegja sig fram þegar slegið er, sem getur orðið til þess að endar sveipist standi húðstrýkjarinn ekki þeim mun lengra fá þeim sem hann hýðir. Betra er því að byrja aðeins lengra frá þeim sem á að hýða, og þess vegna leggja nokkur högg án þess að koma við viðkomandi á meðan hýðstrýkjarinn fær tilfinningu fyrir lengd svipunnar. Í einstaka tilfellum sækist undirgefni aðilinn eftir að svipan sveipist, en þá ætti að ræða það áður, og gæta fyllstu varúðar og beita því hóflega.
Byrjið með mjúkum höggum og aukið slagkraftinn jafnt og þétt. Með þessu móti getur sá undirgefni tekið við fleiri höggum og jafnframt fengið meira út úr athöfninni. Ef þú býrð svo vel að eiga fleiri en eina svipu, ættir þú að byrja á þeirri léttustu og skipta síðan yfir í þá/þær þyngri.
Það er auðveldast og öruggast að hýða efrihluta baksins til beggja hliða við hrygginn. Forðist að láta höggin dynja á hryggnum sjálfum til að hryggjarliðirnir og smávöfðarnir í kringum þá skaðist ekki. Því grennra sem fórnarlambið er því mikilvægara er forðast hryggjarsúluna. Forðist einnig að sveifla endum svipunar niður eftir bakinu á mjaðmirnar eða efri hluta rasskinna, því það gæti vakið upp óæskilegan sársauka sem ekki er ljúfsár. Í stað þess að sveifla svipunni af öllu afli og fylgja högginu eftir (þetta er ekki golf) þannig að svipu endarnir sláist eftir endilöngu bakinu, ætti að stöðva sveiflu svipunnar um leið og hún snertir húðina eða kippa henni jafnvel örlítið til baka með snöggri hreyfingu, rétt áður en hún lendir á bakinu. Með því að breyta svolítið hreyfingunni er hægt að stjórna hversu mikið svipan snertir bakið. Því meira sem svipan snertir bakið, þeim mun þyngra verður höggið. Séu endar svipunar einir látnir snerta bakið, verður höggið hins vegar snarpara og meira stingandi.
Önnur svæði líkamans: Það getur verið mjög freistandi að hýða rassinn, en þar sem hann er smærri og rúnari, krefst það meiri færni og nákvæmni til að hindra að endar svipunnar sveipist og/eða að að slegið sé á rófubeinið eða önnur sérlega viðkvæm svæði. Sérstaklega þarf að passa að pungur karlmanna sé ekki sleginn fast. Sé rassinn hins vegar hýddur með vandvirkni og alúð, getur sú reynsla verið mjög gefandi. Brjóst og læri er hægt að hýða, en það ætti að gera varlega og þá með léttum höggum til að valda ekki líkamlegum skaða. Sérstaklega þarf að fara varlega við að hýða kvennmanssbrjóst. Eins ætti forðast sérlega að endar svipunar sveipist utan um þessa líkamshluta. Bannað er hýða svæðið í kringum nýrun (neðri hluta baksins) og forðast ætti önnur svæði líkamans en að ofan greinir, nema þá að lítilli og léttri svipu sé beitt. Fast högg á nýrun getur valdið varanlegum skaða sem getur leitt til dauða. Forðist að láta svipuna lenda nálægt liðamótum fót- og handleggja og alls ekki beita svipu á höfuð eða háls.
Áður en hýðing hefst ættu þátttakendur að koma sér saman um hvað sé eftirsóknarvert og hvað beri að forðast, sem og hvaða öryggisorð eða tákn fórnarlambið á að nota ef það vill hægja á, eða stöðva hýðinguna. Er fórnarlambið hrifið af stingandi eða þungum höggum? Er hann/hún tilbúinn að prófa eitthvað nýtt? Hversu mikla reynslu hefur viðkomandi af því að vera hýdd(ur)? Byrjendur halda oft að þeir þoli mikinn sársauka, og það kemur þeim oft á óvart hvernig tilfinning það er að vera hýddur hressilega. Drottnarinn ætti einnig að þekkja heilsufarsástand fórnarlambsins og hvort hann/ hún þjáist af einhverjum sjúkdómum sem hýðingin hefur áhrif á. Drottnarinn ætti einnig að þekkja lengd og þyngd svipunnar með því að æfa sig á þá svipu með nokkrum (eða þónokkrum) höggum á púða eða út í loftið.
Drottnari ætti að vita að mýkri og efnismeiri svipureimar gefa þyngri högg (e. thud), en mjórri og stífari svipureimar gefa stingandi högg. Gúmmí eða fléttað leður er oftast mest stingandi. Einnig þarf að aðgæta að slá nægjanlega hratt til að reimarnar haldist saman, en fljúgi ekki í allar áttir og lendi þarf af leiðandi ekki á rétta staðnum. Af þessum sökum er mjög erfitt að nota þunga svipu í stað léttrar og reyna að ná sömu áhrifum og léttari svipa gæfi. Þetta er ein helsta ástæða þess að fólk fær sér oftast nokkrar svipur af mismunandi þyngdum og lengdum.
Einstaka sinnum þegar verið er að hýða, myndast blóð á yfirborði húðarinnar vegna skeinu sem opnast. Það er umdeilt hvernig best sé að bregðast við þegar blóð eða aðrir líkamsvessar komast í snertingu við svipur. Sótthreinsivökvi og/eða leðurvörn geta breytt eiginleikum leðursins í svipunni og fyrir suma er það að hafa eitt sett af svipum fyrir sérhvert fórnarlamb ekki raunhæft þótt í raun sé það lang öruggast. Í fyrsta lagi ætti strax að hreinsa allt blóð og/eða líkamsvessa af svipunni með þurrum klút eða eldhúsþurrku og ekki gleyma gúmmíhönskunum (það ætti ekki að vera mikið blóð!). Hafið ávallt plástur tiltækan til að setja á fórnarlambið um leið og fer að blæða. Áður en svipan er notuð á annan einstakling ætti að hengja svipuna upp til þerris í tvær vikur á þurrum og heitum stað. Það að þurrka svipuna drepur HIV og lifrarbólgu (e. hepatitis) veirur. Sumir vilja meina að gott sé að hreinsa reimar svipunnar með klút vættum í klórlausn þar sem vatni og klór er blandað saman í hlutföllunum 10 á móti 1. (Ekki rennbleyta svipuna.) Þá á að vera nægjanleg að bíða í 10 mínútur áður en svipan er notuð á annan einstakling. Enn aðrir myndu leggja til að nota bæði hreinsun með klórlausn og síðan þ Want to add a caption to this image? Click the Settings icon. urrkun í tvær vikur, en þar er kannski full langt gengið. Á hinn bóginn erum við að tala um alvarlega ólæknandi sjúkdóma eins og AIDS og lifrarbólgu. Best er að forðast að blóð eða líkamsvessar berist í svipuna þína.
Að lokum skuluð þið hafa þetta í huga: Ef einhver treystir þér nægjanlega mikið til að leyfa þér að hýða sig, þá er það skylda þín gagnvart honum eða henni að vera varkár og fara viðkvæmum höndum um hann/hana. Hýðing á að vera ánægjuleg og fullnægjandi fyrir báða aðila.
Upprunalegt heiti:  The Basics of Flogging Or How to Flog Someone So They’ll Come back for more
Höfundur: Keith L. Kendrick Þýðing: fesseln
Grein fengin að láni á heimasíðu BDSM samtakana, bdsm.is með gefnu leyfi.