Stelling mánaðarins - Desember

Desember 2019: Hohoho

Frekar en að setja inn hefðbunda eina stellingu í desember, þá ákvað ég frekar að koma með fjórar stellingar eða eina á viku fram til jóla! Svo hér eru 4 leiðir til að verða pínu kinky og hátíðlegur á sama tíma!

(Jólasveinahúfur eru valkvæðar en ég hvet eindregið til að krydda með þeim)

Vika 1 : The Sleigh Ride

Ef þú vilt líkja eftir spennunni við að renna niður ójafnan hól á sleðanum þínum, þá er þetta kynlífsstaðan til að prófa! Konan situr með bakið í manninn á meðan hann notar fæturna til að hoppa upp og niður. Ef hann er orðinn þreyttur eða vill smá hvíld, þá getur konan hallað sér fram og sett lófann flatt á rúminu á milli fætur makans til að hjálpa til við að styðja við þyngdina á meðan hann stjórnar þrýstingi! Góða ferð...

Vika 2: Baby it’s Cold Outside

Þó nokkur umræða hafi verið um nokkrar af vafasömum línum í þessu tiltekna jólalagi, viljum við frekar einbeita okkur að hlýjunni sem þú og félagi þinn getið deilt í þessari nánu, klassísku stöðu. Með vel þéttum fótum utan um hann getur hún hjálpað til við hreyfingu fram og til baka sem er lúmsk leið til að jafnframt stjórna ferðinni ― svo ekki sé minnst á tilvalið til að tryggja að sænginn haldist yfir ykkur báðum, ef það er kalt! ♪, ♩ ♪, ♩....

Vika 3: Mistletoe Down Below

Við elskum flest öll allt nammið og matinn sem við leyfum okkur yfir hátíðirnar og hér er bara smávegis viðmót við það sem allir ættu líka að njóta! Gefandinn í þessari stöðu getur byrjað á að setja mintu eða jafnvel bara After eight í munninn áður en hann byrjar að sjúga, sleikja eða bíta varlega, mintan gefur kælandi tilfinningu á snípinn og gerir upplifun gefanda mun hátíðlegri. Prufið ykkur áfram....

Vika 4: Have Yourself a Merry Little Christmas

Hefur jólastressið náð í þig? Milli þess að versla, elda og njóta með fjölskyldinni er mikilvægt að taka sér tíma fyrir sjálfan sig. Því ekki að prófa að vera ekki á bakinu í þetta skiptið, svona í tilefni jólana - Það er aldrei að vita nema þú fílir það betur! Með því að sitja á hækjum sér, rennur blóðið auðveldar að kynfærum þínum og því getur þessi stelling verið hjálpleg þeim konum sem eiga erfitt með að fá fullnægingu í sjálfsfróun, mundu bara að passa vel uppá öndun því rétt öndum getur haft ótrúleg áhrif á fullnæginguna. Njóttu.... og gleðilega hátíð!