Stelling mánaðarins - Sept

Stelling mánaðarins: Down under
Erfiðleikastig: 2/5

Eruð þið orðinn þreytt á gömlu hefðbundnu munnmökunum? Stundum er nóg að setja hlutina í nýjan búning!

Fyrir þessa munnmakastellingu, getur gefandinn notað þyngdaraflið sér til stuðnings því hann liggur á bakinu og getur hlíft hálsinum með að liggja við enda rúmsins (eða í raun hvar sem er í réttri hæð) og látið hausinn lafa niður en þaðan getur móttakandi stjórnað bæði hversu dýpt hann fer og hraða og OMG þú kemst langt inn ef bólfélaginn er móttækilegur fyrir því.
Eins er gott bara að slaka á og leyfa bólfélaganum að kanna marga af viðkvæmustu stöðum mannlíkamans með bæði munni og höndum, eins og t.d eistu, spöngina eða innri læri. Annar kostur við þessa stöðu ef um ræðir konu og karl er að móttakandi getur teygt sig fram og notað t.d góðan nuddvönd á sníp konunar til að leyfa henni að njóta líka.

Ef gefandi fílar ekki " deep-throating" eða taka liminn langt ofaní kok, er þetta kannski stelling sem þið ættuð að sleppa. Eins mælum við ekki með að vera í þessari stellingu langan tíma í einu, þar sem þetta er talsvert álag á háls, plús að mikið af blóði fer uppi haus sem getur orsakað svima, farið því varlega þegar staðið er upp! Góða skemmtun.