Við höfum opnað á Laugavegi 54
Langþráður draumur hefur orðið að veruleika, en við höfum opnað litla verslun í kjallaranum á Laugavegi 54 (fyrir neðan svarta Kaffi). Okkar viðskiptavinir hafa ítrekað óskað eftir að fá að koma við og máta undirfötin okkar og núna getum við loksins boðið uppá það. Plús að okkar viðskiptavinir geta valið að sækja vörurnar til okkar. Með þessum breytingum náum við jafnfram að auka vöruúrvalið okkar hægt og rólega.
Hlokkum til að sjá ykkur!