Takk takk takk! Singles day :)

Singles dagurinn í fyrra var mjög stór og einn af okkar stærstu söludögum frá upphafi, en Singles dagurinn 2020 var HUGES! Við allt að því tvöfölduðum söluna frá því í fyrra og við þökkum kærlega okkar tryggu viðskiptavinum fyrir viðskiptin og bjóðum nýja hjartanlega velkomna.
Það var að sjálfsögðu bara hringt út viðbótarstarfsfólk í að pakka og koma sendingum frá okkur og við erum stolt af því að við náðum að koma öllu frá okkur á pósthús eða til Dropp í kringum hádegi í gær (12.nóv.) og pantanirnar ættu því að vera byrjaðar að streyma á rétta staði, en eðlilega er mikið álag á allri póstþjónustu og því gæti mögulega verið 1-2 auka dagar í bið hjá þeim sem fá frá Póstinum.

Við töldum okkur vera vel undirbúin fyrir daginn, en því miður seldust margar af okkar vinsælustu vörum upp og við eru því að bíða eftir nýjum vörum sem ættu að koma í hús á allra næstu dögum.